Fara í innihald

Hringadróttinssaga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Hringadróttinssaga
Eftirlíking af hringnum eina ofan á eintaki af Föruneyti hringsins.
HöfundurJ. R. R. Tolkien
Upprunalegur titillThe Lord of the Rings
ÞýðandiÞorsteinn Thorarensen
LandBretland
TungumálEnska
ÚtgefandiAllen & UnwinBretlandi)
Útgáfudagur
29. júlí 1954 (Föruneyti hringsins)
11. nóvember 1954 (Tveggja turna tal)
20. október 1955 (Hilmir snýr heim)
ForveriHobbitinn 

Hringadróttinssaga (enska: The Lord of the Rings) er saga eftir J. R. R. Tolkien sem kom út í þremur bindum árin 1954 og 1955. Bindin heita The Fellowship of the Rings, The Two Towers og The Return of the King. Hvert bindi skiptist í tvær bækur og því samanstendur sagan af sex bókum alls. Hringadróttinssagan gerist í heimi sem Tolkien skapaði, og sá heimur er einnig bakgrunnur bókanna um Hobbitann, Silmerilinn og fleiri.

Feðgarnir Úlfur Ragnarsson og Karl Ágúst Úlfsson þýddu Hobbitann yfir á íslensku 1978, en Þorsteinn Thorarensen þýddi síðar allar bækurnar á íslensku. Titlar þessarar útgáfu Hringadróttinssögu á íslensku eru Föruneyti hringsins, Tveggja turna tal og Hilmir snýr heim.[1][2][3]

Hringadróttinssaga hefur verið kvikmynduð nokkrum sinnum, m.a. ein teiknimynd hefur verið gerð (1978) sem reyndar fjallar bara um fyrstu bókina The Fellowship of the Rings og hluta af annari bók The Two Towers, og svo gerði nýsjálenski leikstjórinn Peter Jackson kvikmyndaþríleik um allar þrjár bækur sem kom út á árunum 2001 til 2003.

Sagan fjallar, í stuttu máli, um Hobbitann Fróða Bagga sem erfir dularfullan hring eftir frænda sinn og fóstra, Bilbó Bagga, þegar Bilbó bókstaflega hverfur fyrir allra augum á 111 ára afmælinu sínu. Seinna kemur í ljós að þessi hringur var sköpunarverk Saurons, sem tókst næstum því að ná undir sig öllum Miðgarði fyrir mörgum öldum, en þegar Sauron glataði Hringnum missti hann allan mátt og flúði burt sem veikur skuggi og veldi hans hrundi til grunna. En nú er Sauron byrjaður að eflast aftur og Fróði þarf að fara ásamt garðyrkjumanni sínum, Sóma, og fleiri Hobbitum til Mordor að eyða Hringnum eina. En það eru fleiri að berjast gegn Sauroni, t.d. Aragorn sonur Araþorns, erfinginn að krúnu Gondors, Legolas sonur Þrændils, erfingi að krúnu Myrkviðar, áður Mikli-Græniskógur, Gimli sonur Glóins, hefði getað orðið erfingi að krúnunni í Moría og Vitkinn Gandalfur, sem ber einn Álfahringanna þriggja.

Hringkvæði úr sögunni er sérstaklega frægt (þýðing eftir Geir Kristjánsson):

Þrjá fá kóngar Álfa í eyðiskóga geim,
sjö fá höldar Dverga í hamravíðum sal,
níu fá dauðlegir Menn, þá hel sækir heim,
einn fær sjálfur Myrkradróttinn á myrkranna stól
í því landi Mordor sem magnar skugga sveim.
Einn Hringur ræður þeim öllum, einn skal hann hina finna,
einn skal hann safna þeim öllum og um sinn fjötur spinna
í því landi Mordor, sem magnar skugga sveim.

Á frumtungunni er Hringkvæðið svona:

Three Rings for the Elven-kings under the sky,
Seven for the Dwarf-lords in their halls of stone,
Nine for Mortal Men doomed to die,
One for the Dark Lord on his dark throne
In the Land of Mordor where the Shadows lie.
One Ring to rule them all, One Ring to find them,
One Ring to bring them all and in the darkness bind them
In the Land of Mordor where the Shadows lie.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Hringnum lokað, Morgunblaðið, 26. janúar 1996, bls. 24.
  2. Björnsdóttir, Anna María (20. maí 2024). „Vilja ekkert frekar en að þýðingarnar komi út“. ruv.is. Sótt 22. júní 2024.
  3. „Hringadróttinssaga (Icelandic)“. tolkientranslations.com. Sótt 22. júní 2024.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]


Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi bókmenntagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.