Fara í innihald

Spjall:Höfuðsetning tölfræðinnar

Innihald síðu er ekki stutt á öðrum tungumálum.
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Mér finnst einfaldara að orða þetta einhvern veginn svona:

Höfuðsetning tölfræðinnar segir að slembiúrtak (þar sem stök eru valin með tilviljunarvali) úr þýði (tilteknum hópi staka) nálgist normaldreifingu. Því stærra sem úrtakið er, því nær normaldreifingu verður það.

Svo finnst mér eðlilegt að tölfræði sé skýrð sem mest á mannamáli, þótt formúlur megi fylgja með fyrir stærðfræðinga. --Heiða María 16. apríl 2006 kl. 16:02 (UTC)[svara]

Held að þetta hafi komið hálfpirringslega út hjá mér, en var alls ekki meint þannig :) --Heiða María 16. apríl 2006 kl. 16:06 (UTC)[svara]
Alveg sammála. Tölfræði er grein stærðfræðinnar sem allir ættu að geta notað, og allt of margir nota vitlaust, því miður. Það er betra að þetta sé sem næst mannamáli, en formúlur verða að fylgja. Það er bara margt af þessu sem er erfitt að koma orðum að almennilega... --Smári McCarthy 16. apríl 2006 kl. 16:11 (UTC)[svara]
Það er að segja, ég er alveg sammála um að þetta hljómar betur, og að þetta sé skýrt á mannamáli. Ég er ekki sammála því að þetta hafi hljómað pirringslega. :) --Smári McCarthy 16. apríl 2006 kl. 16:12 (UTC)[svara]
Hehe, OK, ég fæ þá kannski að breyta þessu. --Heiða María 16. apríl 2006 kl. 16:14 (UTC)[svara]

Nei! Þetta er einfaldlega kolrangt. "Á mannamáli" segir höfuðsetningin að úrtaksdreifing meðaltals óháðra og einsdreifðra mælinga nálgist normaldreifingu ef úrtakið er nógu stórt. Viljið þið vinsamlegast fjarlægja þetta!' Þetta óundirritaða innlegg var skrifað af Sigrunhelga (spjall | framlög)