Fara í innihald

Desíbel

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.

Desíbel, skammstafað dB, er tíundi hluti einingarlausu stærðarinnar Bel, sem er lograkvarði notaður til að mæla hlutfallslegan styrk, oftast afl. Er ekki SI-mælieining. Bel-kvarðinn er kenndur við Alexander Graham Bell. Venjan er að gefa aflhlutfall á Bel-kvarða sem desíbel.

Skilgreining: Einingin desíbel er 10-faldur logrinn af tilteknu hlutfalli, t.d. afli útmerkis Pút og afli innmerkis Pinn í rafrás:

G = 10log(Pút/Pinn)

þar sem G er mögnunin.

Tvöföldun í afli samsvarar því u.þ.b. 3 dB, fjórföldun 6 dB o.s.frv.