Fara í innihald

Avestíska

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.

Avestíska er útdautt indóevrópskt tungumál af írönsku greininni. Það er einkum þekkt fyrir trúartexta Zaraþústratrúarinnar. Hún var töluð í austur Íran. Avestíska lognaðist út af einhvern tíma fyrir Kristsburð sem almennt mál en tórði sem helgisiðamál fram á 7. öld. Greina má einfaldara málkerfi eftir því sem texarnir á málinu verða yngri.

Frumkvöðull á sviði rannsókna á máli þessu var Anquetil du Perron. Höfðu borist til Englands 1633 og 1723 tvö handrit á máli þessu sem enginn gat lesið og barst annað þeirra að lokum til Frakkans Perron. Hélt hann til Indlands og dvaldist hjá Zaraþústraprestum í Súrat í 7 ár og lærði mál þeirra. Komst hann þar ennfremur yfir nokkur handrit sem hann síðan tekur heim með sér til baka og rannsakaði í 10 ár þar til hann gaf út þýðingar á þeim.

Rasmus Rask lét einnig að sér kveða á sviði athugana á þessu máli og skrifaði ritgerð um það: Om Zendsprogets og Zendavestas Ælde og Ægthæd.