Fara í innihald

Bæversku hreinleikalögin

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.

Bæversku hreinleikalögin (þýska: das bayerische Reinheitsgebot) eru lög sem Vilhjálmur 4. hertogi yfir Bæjaralandi setti 23. apríl árið 1516 í Ingolstadt og kváðu á um að engin efni mætti nota til bjórbruggunar nema vatn, maltað bygg og humla.

Bæversku hreinleikalögin voru byggð á eldri lagasetningu frá München. Eftir að gerið var uppgötvað var það einnig leyft og síðar var notkun hveitimalts leyfð við bruggun á yfirgerjuðum bjór, svokölluðum hveitibjór (þýska: Weißbier).

Tengt efni