Fara í innihald

„Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla 1970“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
Lína 261: Lína 261:
|}
|}
* ''Sovétríkin og Mexíkó enduð jöfn að stigum og með jafn mikinn markamun þannig það þurfti að draga um fyrsta sætið.''
* ''Sovétríkin og Mexíkó enduð jöfn að stigum og með jafn mikinn markamun þannig það þurfti að draga um fyrsta sætið.''
'''31 Mai 1970'''


31. maí - Estadio Azteca, Mexíkóborg, áh. 107.160
Mexico 0-0 Sovétríkin
* [[Mynd:Flag_of_Mexico.svg|20px]] Mexíkó 0 : 0 [[Mynd:Flag_of_Soviet Union.svg|20px]] Sovétríkin


3. júní - Estadio Azteca, Mexíkóborg, áh. 92.205
'''3 Júní 1970'''
* [[Mynd:Flag_of_Belgium.svg|20px]] Belgía 3 : 0 [[Mynd:Flag_of_El Salvador.svg|20px]] El Salvador


6. júní - Estadio Azteca, Mexíkóborg, áh. 95.261
Belgía 3-0 El Salvador
* [[Mynd:Flag_of_Soviet Union.svg|20px]] Sovétríkin 4 : 1 [[Mynd:Flag_of_Belgium.svg|20px]] Belgía


7. júní - Estadio Azteca, Mexíkóborg, áh. 103.058
'''6 Júní 1970'''
* [[Mynd:Flag_of_Mexico.svg|20px]] Mexíkó 4 : 0 [[Mynd:Flag_of_El Salvador.svg|20px]] El Salvador


10. júní - Estadio Azteca, Mexíkóborg, áh. 89.979
Sovétríkin 4-1 Belgía
* [[Mynd:Flag_of_Soviet Union.svg|20px]] Sovétríkin 2 : 0 [[Mynd:Flag_of_El Salvador.svg|20px]] El Salvador


11. júní - Estadio Azteca, Mexíkóborg, áh. 108.192
'''7 Júní 1970'''
* [[Mynd:Flag_of_Mexico.svg|20px]] Mexíkó 1 : 0 [[Mynd:Flag_of_Belgium.svg|20px]] Belgía


Mexíkó 4-0 El Salvador

'''10 Júní 1970'''

Sovétríkin 2-0 El Salvador

'''11 Júní 1970'''

Mexíkó 1-0 Belgía


'''Riðill 2'''
'''Riðill 2'''

Útgáfa síðunnar 8. desember 2022 kl. 23:11

Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla 1970 eða HM 1970 var haldið í Mexíkó dagana 31. maí til 21. júní. Þetta var níunda heimsmeistarakeppnin og sú fyrsta sem haldin var utan Evrópu eða Suður-Ameríku. Brasilíumenn urðu meistarar í þriðja sinn og tryggðu sér því Jules Rimet-styttuna til eignar. Liðið er oft talið besta sigurlið HM-sögunnar. Mótherjar Brasilíu í úrslitum voru Ítalir. Mun meira var um beinar sjónvarpssendingar frá keppninni en verið hafði í fyrri mótum og fylgdist heimsbyggðin því óvenju vel með því sem fram fór.

Upplýsingar um mótið
Merki Heimsmeistaramótsins 1970
Gestgjafar Mexico
Dagsetning 31 Mai - 21 Júní 1970 (22 dagar)
Fjöldi liða 16 (frá 5 heimsálfum)
Úrslit
Siguverarar Brasilía (Þriðji titill)
Annað-sæti Ítalía
Þriðja-sæti Vestur-Þýskaland
Fjórða-sæti Úrúgvæ
Tölfræði
Spilaðir leikir 32
Mörk skoruð 95 (2.97 hver leikur)
Áhorfendafjöldi 1.604.065 (50.127 hver leikur)
Markahæsti leikmaðurinn Gerd Müller 10 mörk (Þýskaland)
Besti ungi leikmaðurinn Teófilo Cubillas (Perú)
Háttvísi verðlaun Perú

Gestgjafar

Argentina, Ástralía, Kólumbia, Japan, Mexíkó og Perú voru öll í baráttu um að halda heimsmeistaramótið árið 1970. Mexíkó var valið til að halda mótið 8 Október 1964 í Tókíó. Þetta mót varð fyrsta heimsmeistaramótið sem var ekki haldið í Suður-ameríku eða Evrópu. Seinna meir varð Mexíkó fyrsta landið til að halda heimsmeistaramótið tvisvar sinnum þegar þeir héldu það í annað sinn árið 1986. Þá átti Kólumbía að halda mótið en gátu það síðan ekki útaf fjárhagslegum vandræðum.

Hitinn í Mexíkó var mikið áhuggjuefni fyrir mótið. Það var þó óþarfi því það var spilaður mikill sóknarfótbolti á mótinu og það var sett met í meðaltali á mörkum í leik á þessu móti sem stendur enn, 2.97 mörk í hverjum leik. Það var einnig sett met í sjónvarpsáhorfi og þetta var í fyrsta sinn sem mótið var sýnt í lit um allan heiminn.


Undankeppnin

75 lið tóku þátt í undankeppninni fyrir HM 1970. 14 lið komust áfram á mótið. Mexíkó og England komust beint á mótið útaf Mexíkó var gestgjafi og England núverandi meistarar.

Átta lið komu frá Evrópu, þrjú frá Suður-Ameríku, eitt frá Afríku, 1 frá Asíu og Eyjálfu og eitt frá Norður og mið ameríku. Þetta var í fyrsta sinn sem lið frá Afríku keppti um sæti á heimsmeistaramótinu    

16 lið frá 5 heimsálfum tóku þátt. Þetta var í fyrsta sinn sem mótið var haldið fyrir utan Evrópu og Suður Ameríku. Undankeppnin fyrir mótið hófst í Mai 1968. El Salvador, Israel og Morokkó voru eitt af 16 liðunum sem tryggðu sig á mótið og þetta var þeirra fyrsta þátttaka á mótinu.

Leikvangar

Mexíkó City León Toluca
Estadio Azteca Estadio Nou Camp Estadio Luis Dosal
Fjöldi sæta: 110.000 Fjöldi Sæta: 23.609 Fjöldi Sæta: 26.900
Guadalajara Puebla
Estadio Jalisco Estadio Cuauhtémoc
Fjöldi Sæta: 71.000 Fjöldi Sæta: 35.563

Fimm vellir í fimm borgum voru valdir til að halda leiki heimsmeistarakeppninnar. Þeir voru allir byggðir í kringum 1960 útaf Mexíkó var að undirbúa sig fyrir að halda bæði Sumarólympíuleikana 1968 og heimsmeistaramótið 1970. Estadio Azteca var langstærsti mest notaðasti völlurinn á keppninni. Hann er ennþá í dag einn stærsti völlur í heimi. 10 leikir af 32 voru spilaðir þar. Allir leikirnir í riðli 1, leikurinn um 3 sætið og úrslitaleikurinn. Á Jalisco Stadium voru 8 leikir spilaðir, allir leikirnir í riðli 3 og einn undanúrslitaleikur. Á nou camp stadium voru 7 leikir spilaðir, allir leikirnir í riðli 4 og einn leikur í 8 liða úrslitum. Á Luis Dosal stadium voru 4 leikir spilaðir og á Cuauhtémoc stadium voru 3 leikir spilaðir og það var eini völlurinn þar sem enginn leikur í útsláttarkeppninni fór fram.

Drátturinn

Liðunum 16 var raðað niður í 4 potta. Í potti 1 voru 4 af 8 liðunum frá evrópu og líklega 4 sterkustu, í potti 2 voru öll lið frá Ameríku, í potti 3 voru hin 4 liðin frá evrópu og síðan í potti 4 voru öll veikustu liðin sem komust á heimsmeistaramótið. Þetta var gert til að öll sterkustu liðin gætu ekki lent saman í riðli.

Pottur 1: Evrópa I Pottur 2: Ameríka Pottur 3: Evrópa II Pottur 4: Restin af heiminum

Það var dregið í riðla 10 Janúar 1970 í Maria Isabel hótelinu í mexíkó. Það voru höfuðstöðvar fifa á meðan mótinu stóð. Liðin voru dregin saman í fjóra riðla. Riðill 1 fór fram í Mexíkó borg, riðill 2 í Puebla og Toluco, riðill 3 í Guadalajara og riðill 4 í León. Það var fyrirfram ákveðið að gestgjafarnir Mexíkó mundi vera í riðli 1 og spila þá í höfuðborginni og á stærsta vellinum Estadio Azteca, og að Englendingar (heimsmeistarar) myndu vera í riðli 3 og spila þá í Guadalajara á Estadio Jalisco næst stærsta vellinum.

Dómarar

AFC (Asíska Knattspurnusambandið)

  • Abraham Klein (Israel)

CAF (Afríska Knattspyrnusambandið)

  • Seyoum Tarekegn (Eþíópa)
  • Ali Kandil (Egyptaland)

CONCACAF (Norður, Mið og Karabíska Knattspyrnusambandið)

  • Abel Aguilar Elizalde (Mexíkó)
  • Diego De Leo (Mexíkó)
  • Henry Landauer (Bandaríkin)

CONMEBOL (Suður Ameríska Knattspyrnusambandið)

  • Ángel Norberto Coerezza (Argentina)
  • Antônio de Moraês (Brasilía)
  • Rafael Hormázabal (Síle)
  • Arturo Yamasaki (Perú)
  • Ramón Barreto (Úrúgvæ)

UEFA (Evrópska Knattspyrnusambandið)

  • Ferdinand Marschall (Austurríki)
  • Vital Loraux (Belgía)
  • Rudi Glöckner (Austur Þýskaland)
  • Jack Taylor (England)
  • Roger Machin (Frakkland)
  • Antonio Sbardella (Ítalía)
  • Laurens van Ravens (Holland)
  • Antonio Ribeiro Saldanha (Portúgal)
  • Andrei Râdulescu (Rúmenía)
  • Bob Davidson (Skotland)
  • Orítz de Mendibil (Spánn)
  • Tofik Bakhramov (Sovétríkin)
  • Rudolf Scheurer (Sviss)
  • Kurt Tschenscher (Þýskaland)

Landsliðshóparnir

Til að sjá alla leikmenn liðanna á mótinu smelltu hér: 1970 FIFA World Cup squads

Útdráttur úr mótinu

Riðlakeppninn

Mexíkó mætti Sovétríkjunum í opnunarleik mótsins 31 Mai. Þetta var í síðasta sinn þangað til árið 2006 þar sem gestgjafarnir spiluðu opnunarleikinn. Frá 1974-2002 spilaði eigandi heimsmeistaratitilsins opnunarleikinn. Opnunarleikurinn í Riðli 1 og margir aðrir leikir á mórinu voru flautaðir á um hádegi. Þetta var gert útaf það er mikill tímamunur á Mexíkó og allri evrópu og ef leikirinir voru spilaðir um hádegi í Mexíkó gat fólk verið að horfa á leikina um miðdag í evrópu. Opnunarleikurinn endaði með markalausu jafntefli. Þessi leikur var ekki góð byrjun á mótinu og fjölmiðlar spáðu fáum mörkum og litlu tempói. Í þessum leik var skipt manni útaf fyrir annan mann í fyrsta sinn í HM sögunni. Skiptingar voru þá ekki leyfðar á heimsmeistaramótum fyrir 1970. Anatoliy Puzach var skiptur inná í hálfleik hjá Sovétmönnum í leiknum gegn Mexíkóum. Bæði Sovétmenn og Mexíkóar unnu restina af sínum leikjum í riðlakeppninni og enduðu með jafn mörg stig og með jafn mörg mörk í plús þannig það þurfti að draga uppá sigurverarann og Sovétmenn voru svo heppnir að taka fyrsta sætið.

Í Riðli 2 var minnst skorað af öllum riðlunum. Einungis 6 mörk í 6 leikjum. Úrúgvæ, þáverandi Suður Amerískir meistarar og Ítalir, þáverandi Evrópumeistarar komust uppúr riðlinum og skildu Svíþjóð og Ísrael eftir. Svíþjóð hefði komist áfram ef þeir hefðu unnið Úrúgvæja 2-0. Svíar náðu því ekki en unnu þó leikinn 1-0 eftir mark á síðustu mínótu leiksins. Ítalir enduðu í fyrsta sæti riðilsins þrátt fyrir tap gegn Ísraelsmönnum í síðasta leik riðilsins.

Í Riðli 3 lentu Brasilía og England saman í riðli ásamt Tékkóslóvakíu og Rúmeníu. Brasilíumenn og Englendingar unnu bæði sinn fyrsta leik í riðlinum. Í umferð 2 mættust þau síðan í líklega vinsælasta leik riðlakeppninnar. Gordon Banks markmaður englendinga varði vel frá Pelé leikmanni Brasilíu í leiknum. Í seinni hálfleik skoraði Jairzinho eina mark leiksins og vann leikinn fyrir Brasilíumenn. Englendingar fengu samt sem áður fullt af góðum færum til að jafna leikinn en náðu því ekki og leikurinn endaði 1-0 fyrir Brasilíu. Bæði þessu lið unnu síðan lokaleikinn sinn í riðlakeppninni og þá náðu Brasilíumenn fyrsta sætinu og Englendingar þurftu að sætta sig við annað sætið.

Búlgaría og Perú spiluðu opnunarleikinn í Riðli 4. Búlgarara voru tveimur mörkum yfir í hálfleik. En Suður-Ameríkumennirnir náðu frábærri endurkomu í seinni hálfleik og leiknum endaði með 3-2 sigri Perú. Morókkó, fyrsta afríkuliðið frá því mótinu 1934, byrjaði mótið einnig vel með því að komast 1-0 yfir gegn Vestur-þýskalandi, silvurverðlaunahafar á heimsmeistaramótinu 1966. Vestur-Þjóðverjar náðu þó að koma til baka og vinna 2-1. Þeir lentu einnig undir gegn Búlgurum í umferð 2 en þrenna frá Gerd Müller hjálpaði þeim að vinna leikinn 5-2. Gerd Müller endaði sem markahæsti leikmaður mótsins. Gerd Müller skoraði aðra þrennu og þetta voru einu tvær þrennurnar sem skoraðar voru á mótinu. Þessi sigur hjálpaði Vestur-Þjóðverjum að vinna Perú í lokaleiknum og vinna sömuleiðis riðilinn.

Juanito var lukkudýr

mótsins

Útsláttarkeppninn

Eins og áður hefur komið fram náðu Sovétmenn að krækja í fyrsta sætið í Riðli 1 eftir að það hafi þurft að draga uppá það milli Sovétríkjana og Mexíkó. Þetta varð til þess að Sovétmenn mundu spila á Estadio Azteca vellinum í Mexíkó borg gegn Úrúgvæ sem endaði í öðru sæti í riðli 2 en Mexíkóar á mun smærri velli á Toluca stadium gegn Ítölum. Mexíkóar snedu árangurslausa beiðni til FIFA um að láta færa þeirra leik í Mexico borg til að koma í veg fyrir umferðavandamál. Mexíkóar náðu forustunni í leiknum með marki frá José Luis González en samherji hans jafnaði síðan leikinn með sjálfsmarki. Staðan var 1-1 í hálfleik en í seinni hálfleik voru ítalir sterkari aðilinn og unnu að lokum 4-1 sigur. Úrúgvæjar unnu sinn leik 1-0 með marki frá Víctor Espárrago í framlengdum leik.

Brasilíumenn unnu Perú 4-2 í hæst skoraðasta leiknum í 8-liða úrslitum. Englendingar og Vestur-Þjóðverjar mættust á nýjan leik í 8-liða úrslitum. Englendingar unnu Vestur-Þjóðverja 4-2 í framlengdum leik í úrslitaleiknum á HM 1966. Á 49 mínútu var staðan orðinn 2-0 fyrir Englendingum en Franz Beckenbauer naði að minnka munin með láu skoti sem varamarkmaður Englendinga Peter Bonetti réði ekki við. Gordon Banks gat ekki spilað þennan leik vegna þess að hann fékk matareitrun deginum áður. Uwe Seeler jafnaði leikinn þegar 8 mínútur voru til leiksloka. Leikurinn fór í framlengingu og þar höfðu Vestur-Þjóðverjar betur. Leiknum lauk með 3-2 sigri eftir að Gerd Müller skoraði mark Vestur-Þjóðverja. Þessi sigur var sá fyrsti í sögunni á Englendingum í keppnisleik.

Öll fjögur undanúrslitaliðin voru fyrrverandi heimsmeistarar. Það var pottþétt að í úrslitum mundi Suður-Ameríkst lið mæta Evrópsku liði vegna þess að Brasilíumenn mættu Úrúgvæjum og Vestur-Þjóðverjar mættu Ítölum.Brasilíumenn unnu Úrúgvæja 3-1 eftir að hafa lent undir í leiknum. Leikurinn var hnífjafn þangað til að fimmtán mínútur voru eftir að leiknum. Þá skoruð Brasilíumenn tvö mörk og leiknum endaði með 3-1 sigri Brasilíu. Seinni undnanúrslitaleikurinn er talinn einn skemmtilegasti leikur í sögu heimsmeistaramótsins. Roberto Boninsegna náði forustunni fyrir Ítali á áttundu mínútu leiksins. Staðan var 1-0 þangað til í uppótartíma. Þá jafnaði Karl-Heinz Schnellinger jöfnunarmark Vestur-Þjóðverja. Í framlengingunni voru 5 mörk skoruð. Liðin skiptust á að hafa forustu en á endanum skoraði Gianni Riveira markið sem réði úrslitum í leiknum. Leikurinn endað 4-3 fyrir Ítölum. Leikurinn varð kallaður "Leikur Aldarinnar" og í dag er minnismerki fyrir utan Estadio Azteca völlinn til minningar um hann. Vestur-Þýskaland vann Úrúgvæ 1-0 í leiknum um þriðja sætið.

Í Úrslitaleiknum skoraði Brasilía fyrsta mark leiksins þegar Pelé skallaði fyrirgjöf frá Rivellino í markið á 18 mínútu. Roberto Bosninsegna jafnaði leikinn fyrir Ítala eftir röð mistaka í vörn Brasilíumanna. Leikurinn var jafn alveg þangað til á 66 mínútu, þá skoraði Gérson annað mark Brasilíumanna með föstu skoti fyrir utan teig. Jairzinho og Carlos Alberto bættu svo við tveimur mörkum fyrir Brasilíumenn og leiknum lauk með 4-1 sigri þeirra. Þriðji heimsmeistaratitillinn var þá kominn í hús sem þýddi að þeir máttu eiga heimsmeistaratitilinn, The Jules Rimet Trophy.

Blár=Sigurverari (Brasilía)

Blágrænn=2.sætið (Ítalía)

Grænn=3.Sæti (Þýskaland)

Ljósgrænn=4.Sætið (Úrúgvæ)

Gulur=8-liða úrslit

Rauður=Riðlakeppni

Niðurstaða

Riðlakeppnin

Liðin 16 voru skipt niður í fjóra fjögurra liða riðla. Sex leikir voru spilaðir í hverjum riðli, þar sem hvert lið spilaði einn leik gegn öllum liðunum í riðlinum sínum. Tvö stig voru gefin fyrir sigurleik, eitt stig fyrir jafntefli og ekkert fyrir tapleik. Efstu tvö liðin komust síðan áfram í 8-liða úrslit en neðri tvö duttu út af mótinu. Liðið sem endaði efst í riðlinum spilaði við liðið sem endaði í öðru sæti í næsta riðli og öfugt.

Riðill 1

Lið LS S J T MS MF MM Stg
1. Sovétríkin 3 2 1 0 6 1 +5 5
2. Mexíkó 3 2 1 0 5 0 +5 5
3. Belgía 3 1 0 2 4 5 -1 2
4. El Salvador 3 0 0 3 0 9 -9 0
  • Sovétríkin og Mexíkó enduð jöfn að stigum og með jafn mikinn markamun þannig það þurfti að draga um fyrsta sætið.

31. maí - Estadio Azteca, Mexíkóborg, áh. 107.160

  • Mexíkó 0 : 0 Sovétríkin

3. júní - Estadio Azteca, Mexíkóborg, áh. 92.205

  • Belgía 3 : 0 El Salvador

6. júní - Estadio Azteca, Mexíkóborg, áh. 95.261

  • Sovétríkin 4 : 1 Belgía

7. júní - Estadio Azteca, Mexíkóborg, áh. 103.058

  • Mexíkó 4 : 0 El Salvador

10. júní - Estadio Azteca, Mexíkóborg, áh. 89.979

  • Sovétríkin 2 : 0 El Salvador

11. júní - Estadio Azteca, Mexíkóborg, áh. 108.192

  • Mexíkó 1 : 0 Belgía


Riðill 2

Lið LS S J T MS MF MM Stg
1. Ítalía 3 1 2 0 1 0 +1 4
2. Úrúgvæ 3 1 1 1 2 1 +1 3
3. Svíþjóð 3 1 1 1 2 2 0 3
4. Ísrael 3 0 2 1 1 3 -2 2

2. júní - Estadio Cuauhtémoc, Puebla, áh. 20.654

  • Úrúgvæ 2 : 0 Ísrael

3. júní - Estadio Luis Dosal, Toluca, áh. 23.433

  • Ítalía 1 : 0 Svíþjóð

6. júní - Estadio Cuauhtémoc, Puebla, áh. 29.968

  • Úrúgvæ 0 : 0 Ítalía

7. júní - Estadio Luis Dosal, Toluca, áh. 9.624

  • Svíþjóð 1 : 1 Ísrael

10. júní - Estadio Cuauhtémoc, Puebla, áh. 18.163

  • Svíþjóð 1 : 0 Úrúgvæ

11. júní - Estadio Luis Dosal, Toluca, áh. 9.890

  • Ítalía 0 : 0 Ísrael

Riðill 3

Heimsmeistarar Englendinga mættu mjög varnarsinnaðir til leiks og skoruðu aðeins tvö mörk í leikjum sínum, sem dugði þeim þó í annað sæti riðilsins. Litið var á kappleik Brasilíu og Englands sem hreinan úrslitaleik þar sem fyrrnefnda liðið sigraði 1:0. Leiksins var þó helst minnst fyrir glæsimarkvörslu Gordon Banks frá Pelé.

Sæti Lið L U J T Sk Fe M.munur Stig
1 Brasilía 3 3 0 0 8 3 +5 6
2 England 3 2 0 1 2 1 +1 4
3 Rúmenía 3 1 0 2 4 5 -1 2
4 Tékkóslóvakía 3 0 0 3 2 7 -5 0

2. júní - Estadio Jalisco, Guadalajara, áh. 50.560

  • England 1 : 0 Rúmenía

3. júní - Estadio Jalisco, Guadalajara, áh. 52.897

  • Brasilía 4 : 1 Tékkóslóvakía

6. júní - Estadio Jalisco, Guadalajara, áh. 56.818

  • Rúmenía 2 : 1 Tékkóslóvakía

7. júní - Estadio Jalisco, Guadalajara, áh. 66.843

  • Brasilía 1 : 0 England

10. júní - Estadio Jalisco, Guadalajara, áh. 50.560

  • Brasilía 3 : 2 Rúmenía

11. júní - Estadio Jalisco, Guadalajara, áh. 49.292

  • England 1 : 0 Tékkóslóvakía

Riðill 4

Vestur-Þjóðverjar luku keppni með fullt hús stiga þar sem Gerd Müller skoraði þrennu á móti Perú sem fylgdi þýska liðinu upp úr riðlinum. Búlgarir komust í 2:0 í opnunarleik sínum gegn Perú en töpuðu að lokum 2:3, sem reyndist þeim dýrkeypt. Marokkó þótti standa sig bærilega í sinni fyrstu úrslitakeppni, stóðu lengi í Vestur-Þjóðverjum og gerðu jafntefli við Búlgari í lokaleiknum.

Sæti Lið L U J T Sk Fe M.munur Stig
1 Vestur-Þýskland 3 3 0 0 10 4 +6 6
2 Perú 3 2 0 1 7 5 +2 4
3 Búlgaría 3 0 1 2 5 9 -4 1
4 Marokkó 3 0 1 2 2 7 -5 1

2. júní - Estadio Nou Camp, León, áh. 13.765

  • Perú 3 : 2 Búlgaría

3. júní - Estadio Nou Camp, León, áh. 12.942

  • Vestur-Þýskaland 2 : 1 Marokkó

6. júní - Estadio Nou Camp, León, áh. 13.537

  • Perú 3 : 0 Marokkó

7. júní - Estadio Nou Camp, León, áh. 12.710

  • Vestur-Þýskaland 5 : 2 Búlgaría

10. júní - Estadio Nou Camp, León, áh. 17.875

  • Vestur-Þýskaland 3 : 1 Perú

11. júní - Estadio Nou Camp, León, áh. 12.299

  • Búlgaría 1 : 1 Marokkó

Útsláttarkeppnin

8 lið komust áfram í 8 liða úrslit. Síðan fóru 4 sigurlið í undanúrslit og kepptust þar um sæti í úrslitaleiknum. Tapliðin í undanúrslitaleikjunum kepptust svo við um 3 og 4 sætið. Ef leikur var jafn eftir 90 mínútut þurfti að grípa til framlengingar. Framlenging er tvisvar sinnum 15 mínútur. Ef leikur var ennþá jafn eftir framlenginguna skorið út um sigurverarann með peningakasti. Ef leikur var jafn eftir framlenginguna í úrslitaleiknum var fundin ný dagsetning fyrir nýjan leik.

Eftir framlengingu=FL

8-liða úrslit Undanúrslit Úrslitaleikur
14 Júní - Mexíkó City

Sovétríkin 0-1 Úrúgvæ (FL)

17 Júní - Guadalajara

Brasilía 3-1 Úrúgvæ

14 Júní - Guadalajara

Brasilía 4-2 Perú

21 Júní - Mexíkó City

Brasilía 4-1 Ítalía

14 Júní - Toluca

Ítalía 4-1 Mexíkó

17 Júní - Mexíkó City

Ítalía 4-3 Vestur-Þýskaland (FL)

14 Júní - León

Vestur-Þýskaland 3-2 England

Þriðja sætið
20 Júní - Mexíkó City

Úrúgvæ 0-1 Vestur-Þýskaland

8-liða úrslit

14 Júní

1970

12:00

Sovétríkin 0-1 (FL) Úrúgvæ Estadio Azteca, Mexíkó City

Áhorfendafjöldi: 26.085

Dómari: Laurens van Raven (Holland)

Espárrago 117'
14 Júní

1970

12:00

Ítalía 4-1 Mexíkó Estadio Luis Dosal, Toluca

Áhorfendafjöldi: 26.851

Dómari: Rudolf Scheurer (Sviss)

Guzmán 25' (sm)

Riva 63', 76'

Rivera 70'

González 13'
14 Júní

1970

12:00

Brasilía 4-2 Perú Estadio Jalisco, Guadalajara

Áhorfendafjöldi: 54.233

Dómari: Vital Loraux (Belgía)

Rivellino 11'

Tostão 15', 52'

Jairzinho 75'

Gallardo 28'

Cubillas 70'

14 Júní

1970

12:00

Vestur-Þýskaland 3-2 (FL) England Estadio Nou Camp, León

Áhorfendafjöldi: 23.357

Dómari: Ángel Norberto Coerezza (Argentina)

Beckenbauer 68'

Seeler 82'

Müller 108'

Mullery 31'

Peters 49'

Undanúrslit

17 Júní

1970

16:00

Úrúgvæ 1-3 Brasilía Estadio Jalisco, Guadalajara

Áhorfendafjöldi: 51.261

Dómari: José María Oritz de Mendibil (Spánn)

Cubilla 19' Clodoaldo 44'

Jairzinho 76'

Rivellino 89'

17 Júní

1970

16:00

Ítalía 4-3 (FL) Vestur-Þýskaland Estadio Azteca, Mexíkó City

Áhorfendakeppni: 102.444

Dómari: Arturo Yamasaki (Mexíkó)

Boninsegna 8'

Burgnich 98'

Riva 104'

Rivera 111'

Schnellinger 90'

Müller 94', 110'

3 sætið

20 Júní

1970

16:00

Úrúgvæ 0-1 Vestur-Þýskaland Estadio Azteca, Mexíkó City

Áhorfendafjöldi: 104.403

Dómari: Antonio Sbardella (Ítalía)

Overath 26'

Úrslitaleikur

21 Júní

1970

12:00

Brasilía 4-1 Ítalía Estadio Azteca, Mexíkó City

Áhorfendafjöldi: 107.412

Dómari: Rudi Glöckner (Austur-Þýskaland)

Pelé 18'

Gérson 66'

Jairzinho 71'

Carlos Alberto 86'

Bosninsegna 37'

Markahæstu leikmenn

95 mörk voru skoruð af 55 leikmönnum. Gerd Müller var markahæsti leikmaður mótsins með 10 mörk. Aðeins eitt sjálfsmark var skorað á mótinu.

10 mörk

7 mörk

5 mörk

4 mörk

Verðlaun

  • Gullskórinn: Gerd Müller (Vestur-Þýskaland)
  • Besti ungi leikmaðurinn: Teófilo Cubillas (Perú)
  • FIFA Háttvísi verðlaun: Perú

Tölfræði liðanna

Riðill=R

Spilaðir Leikir=SL

Sigarar=S

Jafntefli=J

Tap=T

Mörk Sköruð=MS

Mörk Fengin á sig=MF

Markamunur=MM

Stig=Stg

Lið R SL S J T MS MF MM Stg
1. Brasilía 3 6 6 0 0 19 7 +12 12
2. Ítalía 2 6 3 2 1 10 8 +2 8
3. Vestur-Þýskaland 4 6 5 0 1 17 10 +7 10
4. Úrúgvæ 2 6 2 1 3 4 5 -1 5
Slegnir út í 8-liða úrslitum
5. Sovétríkin 1 4 2 1 1 6 2 +4 5
6. Mexíkó 1 4 2 1 1 6 4 +2 5
7. Perú 4 4 2 0 2 9 9 0 4
8. England 3 4 2 0 2 4 4 0 4
Slegnir út í Riðlakeppninni
9. Svíþjóð 2 3 1 1 1 2 2 0 3
10. Belgía 1 3 1 0 2 4 5 -1 2
10. Rúmenía 1 3 1 0 2 4 5 -1 2
12. Ísrael 2 3 0 2 1 1 3 -2 2
13. Búlgaría 4 3 0 1 2 5 9 -4 1
14. Morokkó 4 3 0 1 2 2 6 -4 1
15. Tékkóslóvakía 3 3 0 0 3 2 7 -5 0
16. El Salvador 1 3 0 0 3 0 9 -9 0

Byggt á 1970 FIFA World Cup

  Þessi knattspyrnugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.