Fara í innihald

Næpa

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.
Næpa
Næpa (Brassica rapa)
Næpa (Brassica rapa)
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Tvíkímblöðungar (Magnoliopsida)
Ættbálkur: (Brassicales)
Ætt: Krossblómaætt (Brassicaceae)
Ættkvísl: Kál (Brassica)
Tegund:
Þrínefni
Brassica rapa var. rapa
L.

Næpa (hvítrófa, fóðurnæpa eða næpukál) [1] (fræðiheiti: Brassica rapa L. var. rapifera) er vetrareinær planta af krossblómaætt sem safnar forða fyrir veturinn. Forðinn safnast í efra hlut rótar og neðra hlut stönguls, sem bólgna upp og mynda svokallaða næpu. Næpan er þess vegna talin rótargrænmeti.

Líffræði

Næpan er oftast hvít á litinn, getur þó einnig tekið fjólubláan lit á rótarhálsinum (mismunandi milli afbrigða). Lögun hennar er einnig allbreytileg eftir afbrigðum. Sum afbrigði mynda hnöttóttar næpur, á meðan önnur mynda ílangar. Út frá næpunni vaxa blöðin í hvirfingu. Þau eru stór og fjaðurskipt.

Blóm næpunnar

Á seinna ári notar næpan forða sinn og fer í kynvöxt í þeim tilgangi að mynda blóm og setja fræ. Næpan minnkar eftir því sem forðinn er nýttur og stöngullinn hækkar og styrkist. Blóm næpunnar eru gul. Á Íslandi lifir plantan þó ekki yfir veturinn og er aðeins ræktuð til grænfóðurs og þá nýtt um haustið.

Notkun

Á Íslandi hefur næpa verið ræktuð til manneldis, en einnig lítillega verið notuð sem fóður fyrir mjólkurkýr og lömb. Hún hefur langan vaxtartíma, eða minnst 100-130 daga. Hún er því aðallega verið nýtt til beitar á haustin.

Tilvísanir

  1. Orðabankinn; af Herðubreið.rhi.is